Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 09. desember 2018 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stones: Þetta var leikur tveggja frábærra liða
John Stones.
John Stones.
Mynd: Getty Images
John Stones varnarmaður Manchester City var skiljanlega svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir fyrsta tap City í deildinni á tímabilinu.

Manchester City tapaði í gær gegn Chelsea 2-0 í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta var leikur tveggja frábærra liða. Það er alltaf erfitt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik, við vorum búnir að vera spila mjög vel og svo fá þeir eitt færi og skora."

„Þetta var mjög pirrandi en svona getur alltaf gerst þegar við mætum toppliðum í úrvalsdeildinni, við gerðum allt rétt þar til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks," sagði John Stones sem lék allan leikinn í liði Manchester City í gær.

Manchester City missti toppsætið í gær eftir sigur Liverpool á Bournemouth og hefði getað endurheimt toppsætið ef þeir hefðu fengið stig úr leiknum við Chelsea en svo fór ekki og Liverpool verður því á toppnum þegar 16. umferð lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner