Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 09. desember 2018 13:28
Elvar Geir Magnússon
Tekur Helgi Kolviðs við landsliði Liechtenstein?
Helgi Kolviðsson mætti á Sviss - Ísland í Þjóðadeildinni.
Helgi Kolviðsson mætti á Sviss - Ísland í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur knattspyrnusamband Liechtenstein áhuga á að ráða Helga Kolviðsson sem næsta landsliðsþjálfara.

Rene Pauritsch, sem hefur þjálfað Liechtenstein frá 2013, lét af störfum eftir Þjóðadeildina en hann hefur tekið við starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá knattspyrnusambandi Liechtenstein.

Helgi var aðstoðarmaður íslenska landsliðsins hjá Heimi Hallgrímssyni en lét af störfum þegar Erik Hamren var ráðinn.

Helgi, sem lék 29 landsleiki fyrir Ísland á leikmannaferlinum, hefur þjálfað í Þýskalandi og Austurríki en Liechtenstein er milli Austurríkis og Sviss.

Liechtenstein er í 173. sæti á styrkleikalista FIFA en liðið er með Ítalíu,
Bosníu og Herzegóvínu, Finnlandi, Grikklandi og Armeníu í riðli í undankeppni EM alls staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner