banner
   sun 09. desember 2018 12:13
Arnar Helgi Magnússon
Tommadagurinn: Landslið Eyjólfs hafði betur
Eiður Smári skoraði í dag.
Eiður Smári skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason fékk fjögur mörk á sig í síðari hálfleik.
Hjörvar Hafliðason fékk fjögur mörk á sig í síðari hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið 4 - 1 Pressuliðið
1-0 Ólafur Ingi Skúlason (víti)
2-0 Samúel Scheving
3-0 Birkir Kristinsson
3-1 Lúðvíg Bergvinsson (víti)
4-1 Eiður Smári Guðjohnsen

Landslið Eyjólfs Sverrissonar og pressulið Rúnars Kristinssonar mættust á Tommadeginum sem haldin var í Egilshöllinni nú í morgun.

Fjölmargir lögðu leið sína á völlinn og tóku þátt í frábæra framtaki til styrktar Tómasar Inga Tómassonar sem hefur ekki náð sér eftir mjaðmaðagerð sem hann fór í.

Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri.

Leikurinn fór rólega af stað og markalaust var í hálfleik. Arnór Guðjohnsen þurfti að fara snemma af velli hjá Pressuliðinu sem greinilega hafði mikil áhrif á liðið.

Síðari hálfleikur var öllu fjörugri. Ólafur Ingi Skúlason kom landsliðinu yfir snemma í síðari hálfleik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að hafa verið rifinn niður innan teigs.

Samúel Scheving tvöfaldaði forystu landsliðsins rétt áður en að markvörðurinn Birkir Kristinsson skoraði þriðja mark landsliðsins þegar hann setti boltann snyrtilega framhjá Hjörvari Hafliðasyni í marki pressuliðsins.

Hjörvar Hafliðason kom inná í hálfleik en hann fékk á sig fjögur mörk. Hann varði þó nokkrum sinnum virkilega vel. Hann kom þó engum vörnum við þegar Eiður Smári skoraði fjórða mark landsliðsins, Hjörvar fór snemma niður og Eiður lagði boltann framhjá honum.

Lúðvíg Bergvinsson skoraði eina mark Pressuliðsins úr vítaspyrnu.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra virtist togna aftan í læri undir lok leiksins og höfðu sjúkraþjálfarar liðanna nóg að gera en Arnór Guðjohnsen og Reynir Leósson fóru einnig meiddir af velli.

Tommadeginum lokið, frábært framtak og Fótbolti.net óskar Tómasi alls hins besta í þeirri baráttu sem framundan er.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner