Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. desember 2019 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Piers Morgan vorkennir Ljungberg - Ónothæft lið sem er að detta í sundur
Mynd: Getty Images
Hutirnir eru ekki að byrja frábærlega fyrir Freddie Ljungberg sem tímabundinn stjóri Arsenal. Liðið gerði jafntefli við Norwich í fyrsta leik undir hans stjórn og tapaði svo fyrir Brighton á fimmtudag.

Hlutirnir urðu ekki betri fyrir leikinn í kvöld en Hector Bellerin átti að byrja hjá Arsenal gegn West Ham. Bellerin meiddist í upphitun og Ainsley Maitland-Niles byrjaði í hans stað.

Eftir tæplega hálftíma leik þurfti Ljunberg svo að gera breytingu á sínu liði þegar Kieran Tierney fór úr axlarlið, lítið að ganga upp.

Sead Kolasinac kom inn á í stað Tierney, athyglisvert í meira lagi þar sem Kolasinac var upprunalega ekki í 18-manna hópi fyrir leikinn í kvöld. Í kjölfarið á meiðslum Tierney tjáði Piers Morgan, stuðningsmaður Arsenal, sig á Twitter.

„Bellerin meiðist í upphitun, Tierney núna farinn af velli með slæm axlar meiðsli. Verð að finna til með Freddie - hann tók við onóthæfu liði sem er nú byrjað að detta í sundur."

Eftir færsluna skoraði West Ham svo fyrsta mark leiksins og leiðir leikinn í hálfleik, 1-0.



Athugasemdir
banner