Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Wolves: Verður stjóri rekinn?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham tekur á móti Wolves í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hér er mikið undir þar sem bæði lið hafa verið að spila undir væntingum á tímabilinu og þjálfararnir báðir í hættu á að missa starfið sitt.

Julen Lopetegui gerir tvær breytingar frá 3-1 tapi gegn nýliðum Leicester í síðustu umferð, þar sem Emerson Palmieri og Crysencio Summerville koma inn í byrjunarliðið.

Summerville kemur inn fyrir Michail Antonio sem lenti í hryllilegu bílslysi og mun Jarrod Bowen leiða sóknarlínu Hamranna. Jean-Clair Todibo er ekki í hóp vegna meiðsla.

Gary O'Neil gerir einnig tvær breytingar frá 4-0 tapi gegn Everton í síðustu umferð, þar sem Nelson Semedo og Sam Johnstone koma inn í byrjunarliðið fyrir Goncalo Guedes og Jose Sá.

Semedo fer inn í varnarlínuna og stígur Mario Lemina aftur upp á miðjuna eftir að hafa spilað sem miðvörður vegna manneklu í síðustu leikjum.

Bæði lið eru búin að tapa tveimur leikjum í röð en það eru sex stig sem skilja liðin að í neðri hluta deildarinnar. West Ham er með 15 stig á meðan Wolves er í fallsæti með 9 stig.

West Ham: Fabianski; Wan-Bissaka, Kilman, Mavropanos, Emerson; Soucek, Alvarez, Soler; Kudus, Bowen, Summerville
Varamenn: Areola, Cresswell, Coufal, Paqueta, Fullkrugg, Guilherme, Ings, Rodriguez, Todibo

Wolves: Johnstone; Semedo, Bueno, Toti; Doherty, Andre, Lemina, J.Gomes, Ait-Nouri; Cunha, Strand Larsen
Varamenn: Bentley, Hwang, Dawson, R.Gomes, Doyle, Forbs, Bellegarde, Guedes, Lima
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner