Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. janúar 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar að afhjúpa Ronaldo - Segir hann vera geðsjúkling
Mynd: Getty Images
Undirfatafyrirsætan Jasmine Lennard eyddi Twitter aðgangi sínum í dag eftir að hafa ráðist harkalega að Cristiano Ronaldo á samfélagsmiðlinum.

Lennard segist vera fyrrverandi kærasta Ronaldo frá því þegar hann var enn leikmaður Manchester United fyrir áratugi síðan og segist hún ætla að afhjúpa hversu mikill geðsjúklingur maðurinn er í raun og veru.

„Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að setja mig í samband við Kathryn Mayorga og lögfræðiteymi hennar. Ég hef upplýsingar sem gætu hjálpað málinu hennar," skrifaði Lennard á Twitter.

„Hann sagði við mig að hann myndi láta ræna mér, skera mig niður í litla búta og henda mér ofan í á ef ég myndi hitta aðra menn eða yfirgefa húsið mitt. Ég hef sannanir fyrir þessu öllu, hann er geðsjúklingur.

„Ég er með skilaboð frá Ronaldo þar sem hann býður mér pening til að þegja. Ég sagði honum að fara í rassgat, þetta snýst ekki um peninga."


Lennard birti einnig hljóðupptökur á Twitter sem hún segir vera af Ronaldo. Þar er Ronaldo meðal annars að hrauna yfir samkynhneigða, nema að röddin á upptökinni virðist alls ekki vera röddin hans.

Lögfræðingar Ronaldo segja leikmanninn ekki kannast við Lennard og eru að undirbúa kærur.

„Ég veit að það myndi enginn trúa orðum mínum án sannana en ég er klár stelpa og hef nóg af sönnunum. Leikurinn er búinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner