Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 10. janúar 2019 13:52
Arnar Helgi Magnússon
Batshuayi að snúa aftur til Chelsea
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi er að snúa aftur til Chelsea eftir að hafa verið á láni hjá Valencia á leiktíðinni.

Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Batshuayi á leiktíðinni með Valencia en hann hefur skorað þrjú mörk í 23 leikjum fyrir félagið.

Spænski fréttamiðilinn Marca greindi frá því í desember að Marcelino, stjóri Valencia, væri búinn að missa þolinmæðina gagnvart Belganum og ætlaði að skila honum í janúar.

Mateu Alemany, yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia staðfesti þessar fréttir í morgun en hann sagði að viðræður ættu sér nú stað við Chelsea um það að rifta lánssamningnum.

Næstu skref Batshuayi eru óráðin en Chelsea er í framherjaleit en svo virðist sem að Alvaro Morata sé á leiðinni burt frá félaginu.

Athugasemdir
banner
banner
banner