fim 10. janúar 2019 20:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Dýrasti leikmaður Svíþjóðar ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: Getty Images
Alexander Isak, framherji Borussia Dortmund, verður ekki með í vináttuleiknum gegn Íslandi í Katar á morgun. Isak var í sænska hópnum en Dortmund meinaði honum síðan að fara til Katar þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Hinn 19 ára gamli Isak er vonarstjarna Svía en hann varð árið 2017 dýrasti leikmaður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar þegar Dortmund keypti hann frá AIK á níu milljónir evra.

Isak hafnaði Real Madrid til að fara til Dortmund en fleiri stórlið höfðu áhuga á honum.

Isak hefur leikið fimm leiki með aðalliði Dortmund en hann á tvo landsleiki að baki með Svíum. Isak skoraði gegn Slóvakíu í fyrra og varð um leið yngsti markaskorari Svía frá upphafi.

„Hann var stórksotlegur þegar hann spilaði með AIK á yngri árum áður en hann fór til Þýskalands," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður út í Isak.

„Því miður hefur hann ekki spilað mikið síðan þá. Yngri leikmenn þurfa að spila til að vaxa og ég vona að hann geti gert það hjá sínu félagsliði. Ef ekki þarf hann að skipta um félag. Hann þarf að spila,"

Sjá einnig:
Byrjunarlið Svía gegn Íslandi
Athugasemdir
banner
banner