Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. janúar 2019 13:21
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Erik Hamren: Leikmenn mjög hungraðir
Icelandair
Erik ræðir við Fótbolta.net í dag.
Erik ræðir við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik gefur skipanir á æfingu í dag.
Erik gefur skipanir á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég kann vel við þessi janúar verkefni. Ég var með sjö svona verkefni þegar ég þjálfaði Svíþjóð," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Katar í vináttuleik á morgun.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því er íslenski hópurinn að mestu skipaður ungum leikmönnum sem eiga fáa eða enga lansdleiki að baki.

„Þú getur séð aðra leikmenn sem eru ekki að fá tækifæri með landsliðinu núna en gætu fengið það eftir nokkur ár ef þeir eru ungir. Þetta er líka tækifæri til að sjá reyndari leikmennina betur."

„Ég get kynnst leikmönnum betur og leikmennirnir geta kynnst landsliðinu betur. Þegar þeir fá að spila með landsliðinu þekkja þeir starfsfólkið og svo framvegis."

Hugarfarið stórkostlegt
Íslenska liðið hefur æft undanfarna þrjá daga í Katar og Erik er sáttur með ferðina hingað til.

„Þetta hefur verið gott. Hugarfarið hefur verið stórkostlegt og það var líka alltaf þannig í janúar verkefnunum með Svía. Þú ert með nýja leikmenn sem eru mjög hungraðir. Gæðin eru upp og niður því að flestir leikmenn eru á undirbúningstímabili og þú verður að taka því að gæðin eru ekki 100%. Það koma mistök og tilfinningin fyrir boltanum er ekki 100% en hugarfarið er stórkostlegt hjá leikmönnum," sagði Erik.

Ekki ljóst hvort allir fái séns
Erik segir ekki ljóst hvort allir 23 leikmennirnir í hópnum fái tækifæri til að spreyta sig í leiknum á morgun og gegn Eistum á þriðjudag.

„Við Freyr (Alexandersson) höfum ekki ákveðið það ennþá. Við ætlum að láta eins marga leikmenn og mögulegt er spila en ég get ekki lofað því að allir spili. Ég vil sjá sem mest af leikmönnum á æfingum og í leikjum," sagði Erik.
Athugasemdir
banner
banner
banner