Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 10. janúar 2019 10:15
Arnar Helgi Magnússon
Gummi Tóta: Þeir eru að pressa á mig að framlengja
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður IFK Norköpping í Svíðþjóð er í landsliðshópnum sem að æfir í Katar þessa dagana. Framundan eru æfingaleikir við Svíþjóð og Eistland.

Guðmundur þekkir sænska liðið nokkuð vel en fimm leikmenn í sænska hópnum spila með Gumma hjá Norrköpping.

„Ég hef spilað á móti þeim flestum síðustu tvö tímabil og svo eru auðvitað fimm frá Nörrköpping. Ég þekki þessa stráka ágætlega og þeirra styrkleika. Þetta er flott lið og þetta verður flottur leikur."

Guðmundur er ánægður með tækifærið í landsliðinu og ætlar að nýta sénsinn.

„Algjörlega. Maður þarf að nýta þetta tækifæri. Þetta er virkilega jákvætt, flottur hópur og fín gæði á æfingum. Það eru bara allir klárir í slaginn sýnist mér. Þetta er virkilega gaman."

„Aðstæðurnar hérna eru geggjaðar. Frábærir vellir og hótelið flott. Svo er ég reyndar aðeins búinn að lesa mig til um landið, fyrir HM og svona. Þetta er áhugavert land. Vonandi fáum við tækifæri til þess að skoða það aðeins betur. Það er ekki yfir neinu að kvarta."

Gummi er samningsbundinn IFK Norköpping og á eitt ár eftir af samning þar.

„Ég á eitt ár eftir og staðan er þannig að þeir eru að pressa á mig að framlengja og þeir hafa sagt við mig að ég fái ekki að fara, sama hvað. Mér líður vel þarna. Hópurinn er flottur og þjálfarinn er góður. Það gekk vel á síðasta ári en ég er bara að njóta þess að vera hérna núna. Þetta eru skilaboðin frá Norrköpping svo að það verður að koma í ljós."

Gummi segir að félagið hafi neitað öllum þeim tilboðum sem hafa borist í hann.

„Þeir hafa neitað öllu strax sem hefur komið, svoleiðis er það bara. Ég er mjög sáttur þarna en það er bara spurning hvort að ég vil framlengja. Þetta kemur í ljós."

Viðtalið við Gumma Tóta má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner