Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. janúar 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimir um fyrsta leik í stúkunni: Ofboðslega óþægileg staða
Bjartsýnn á að Ísland fari á EM 2020
Icelandair
Heimir heilsar upp á Alfreð Finnbogason í stúkunni fyrir leikinn í Sviss.
Heimir heilsar upp á Alfreð Finnbogason í stúkunni fyrir leikinn í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi verið erfitt að horfa á 6-0 tap liðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Heimir mætti á leikinn í Sviss en um var að ræða fyrsta leik liðsins eftir að hann lét af störfum í júlí og Erik Hamren tók við.

„Þetta var ofboðslega óþægileg staða, sérstaklega af því að leikurinn fór eins og hann fór," sagði Heimir í Miðjunni á Fótbolta.net.

Heimir ákvað eftir leikinn í Sviss að mæta ekki á næstu leiki Íslands í Þjóðadeildinni.

„Ég ákvað á þeim leik að ég ætlaði ekki að horfa á fleiri leiki til að byrja með. Aðallega af því að þetta var sárt. Það er gott að segja við þá sem eru að hringja, sérstaklega blaðamenn, að ég hafi ekki séð leikinn. Ég get verið heiðarlegur í því með því að horfa ekki á hann og tekið hann síðan seinna."

Undankeppni EM 2020 hefst í mars en Ísland er í riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldavíu og Andorra. Heimir er nokkuð sáttur með riðilinn.

„Mér líst ágætlega á hann hvað varðar möguleikana. Við virðumst lenda alltaf í þannig drætti að þetta eru ekki mest spennandi þjóðirnar. Við erum að fara langt í burtu og þó að þetta séu ekki þekkt lið þá eru þetta erfiðir útileikir, til dæmis gegn Albaníu. Möguleikarnir eru ágætir en þetta eru kannski ekki spennandi andstæðingar" sagði Heimir en hann er mjög bjartsýnn á að Ísland komist á EM 2020.

„Mér fannst vináttuleikurinn gegn Frökkum sýna að það sem skiptir máli fyrir okkur var komið aftur. Við höfum aldrei átt betri möguleika á að komast í lokakeppni en í þessari keppni því við erum í öðrum styrkleikaflokki og ættum að vera betri en þau lið sem eru fyrir neðan okkur. Við eigum síðan einhverja flóttaleið í gegnum þetta umspil í Þjóðadeildinni," sagði Heimir.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner