Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 10. janúar 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Mikill heiður að taka við Inter eða Real Madrid
Mourinho vann þrennuna með Inter.
Mourinho vann þrennuna með Inter.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur verið án starfs í tæpan mánuð eftir að hann var rekinn frá Manchester United um miðjan desember.

Mourinho er einn af sigursælustu þjálfurum heims og var orðaður við Benfica, félagið sem hann hóf þjálfaraferilinn hjá, í síðustu viku.

„Ég hef engan áhuga á að fara aftur í portúgalska boltann strax, Benfica er ekki möguleiki fyrir mig á þessum tímapunkti," sagði Mourinho, sem er einnig orðaður við tvö önnur af sínum fyrrverandi félögum um þessar mundir, Real Madrid og Inter.

„Það væri mikill heiður að snúa aftur til Inter eða Real Madrid, það er alltaf jákvætt þegar fyrrverandi vinnuveitendur vilja mann aftur til starfa. Það eru ekki mörg önnur félög sem ég myndi íhuga að taka við á þessari stundu.

„Núna hef ég unnið mér inn gott frí og er að nýta tímann til að slaka á, gagnrýna sjálfan mig og fara gaumgæfilega yfir allt sem ég hef gert undanfarin ár."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner