Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 10. janúar 2019 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Levante sigraði Barcelona
Erick Cabaco og Borja Mayoral að fagna góðri byrjun gegn Barcelona.
Erick Cabaco og Borja Mayoral að fagna góðri byrjun gegn Barcelona.
Mynd: Getty Images
Levante hafði betur gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Börsungar hafa unnið keppnina fjögur ár í röð og tefldu fram varaliði í kvöld, þar sem allar helstu stjörnur liðsins voru hvíldar að undanskildum Sergio Busquets, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele.

Heimamenn byrjuðu af krafti og voru komnir með tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik en vörn Barca var ekki traustvekjandi í kvöld.

Bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn en ekkert var skorað fyrr en á lokakaflanum, þegar brotið var á Denis Suarez innan vítateigs.

Philippe Coutinho steig á punktinn og skoraði og lokatölurnar 2-1 fyrir Levante. Síðari leikurinn fer fram að viku liðinni.

Real Betis gerði þá markalaust jafntefli við Real Sociedad í fjörugum leik þar sem boltinn fann ekki leið í netið.

Levante 2 - 1 Barcelona
1-0 Erick Cabaco ('4)
2-0 Borja Mayoral ('18)
2-1 Philippe Coutinho ('85, víti)

Real Betis 0 - 0 Real Sociedad
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner