Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. janúar 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla í draumastöðu eftir fyrri leikinn
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao 1 - 3 Sevilla
0-1 Nolito ('6)
1-1 Mikel San Jose ('49)
1-2 Andre Silva ('53)
1-3 Wissam Ben Yedder ('77)

Nolito lék á alls oddi er Sevilla lagði Athletic Bilbao á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins.

Nolito gerði eina mark fyrri hálfleiksins á sjöttu mínútu en Mikel San Jose jafnaði með skalla eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir voru þó ekki lengi að ná forystuni á ný því Andre Silva skoraði fjórum mínútum eftir jöfnunarmarkið. Hann slapp í gegnum vörn Bilbao eftir glæsilega stungusendingu frá Nolito.

Wissam Ben Yedder gerði út um leikinn á 77. mínútu eftir aðra sendingu frá Nolito sem var besti maður vallarins.

Síðari leikurinn fer fram næsta miðvikudag á heimavelli Sevilla, en til gamans má geta að liðin mætast einnig í spænsku deildinni á sunnudaginn. Þau keppa því þrjá leiki við hvort annað á sjö dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner