Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. janúar 2019 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Tottenham finnur arftaka Alderweireld - Tarkowski til Liverpool?
Powerade
Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly
Mynd: Getty Images
Morata er á leiðinni burt
Morata er á leiðinni burt
Mynd: Getty Images
James Tarkowski
James Tarkowski
Mynd: Getty Images
Hér er hann mættur, daglegur slúðurpakki í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum í dag.


Aaron Ramsey hefur samþykkt að ganga til lið við ítalska risann Juventus eftir tímabilið. (Guardian)

Atletico Madrid hefur blandað sér í baráttunna um Alvaro Morata, framherja Chelsea. Sevilla er einnig áhugasamt um kappann. (Goal)

Real Madrid ætlar að keppa við Manchester United um senegalska miðvörðinn hjá Napoli, Kalidou Koulibaly en spænska félagið ætlar að bjóða 90 milljónir punda í leikmanninn. (Mattino)

Áhugi Manchester United á Serbanum Nikola Milenkovic sem er á mála hjá Fiorentina hefur minnkað eftir að Mourinho var rekinn. (ESPN)

Burnley hefur sett 50 milljón punda verðmiða á enska miðvörðinn James Tarkowski en Liverpool er sagt áhugasamt um að fá leikmanninn á láni. (Sun)

Tottenham er búið að finna arftaka Toby Alderweireld ef hann yfirgefur liðið í sumar. Það er hinn danski Joachim Andersen sem að leikur með Sampdoria á Ítalíu. (Independent)

Manchester City vill fá Declan Rice til félagsins til þess að leysa inn 33 ára gamla Fernandinho af hólmi. (Sun)

Manolo Gabbiadini, leikmaður Southampton hefur samþykkt að ganga til liðs við Sampdoria á nýjan leik en kaupverðið á kappanum er talið vera tæpar 12 milljónir punda. (Guardian)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona er búinn að lofa Denis Suarez að hann fái að yfirgefa félgið í janúar. (Marca)

Arsenal er búið að finna arftaka Aaron Ramsey en það er hinn 28 ára gamli Mexíkói, Hector Herrera en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu í sumar. (Tutto Mercato Web)

Unai Emery hefur fengið leyfi til þess að ganga frá kaupunum á belgíska kantmanninum Yannick Carrasco frá Dalian Yifang. (Foot Mercato)

Liverpool íhugar það að kalla Ben Woodburn til baka frá Sheffield United en sá hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá liðinu. (Goal)

Arsenal hefur virkjað klásúlu í samning Nacho Monreal sem að heldur Spánverjanum hjá liðinu út næsta tímabil. (ESPN)

Neil Warnock, stjóri Cardiff vill fá Emiliano Sala frá Nantes en framherjinn franski er ekki viss um að honum langi til Englands. (Sun)

Sunderland er búið að bjóða í Will Grigg, framherja Wigan. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner