Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. janúar 2019 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Van der Sar er hrifinn af Alisson og Ederson
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Edwin Van der Sar segist vera mikill aðdáandi brasilísku markvarðanna Ederson og Alisson.

Van der Sar þarf vart að kynna en hann lék í níu ár með Ajax áður en hann færði sig til Juventus. Frá Juventus fór hann til Fulham og svo loks til Manchester United þar sem að hann spilaði frá 2005 til 2011.

„Ég er hrifinn af leikstílnum þeirra. Ég tengi við þá af því að ég reyndi að spila boltanum út."

„Þeir eru með frábæra spyrnutækni, hvernig þeir sparka boltanum upp völlinn, sama hvort það sé til hægri eða vinstri. Sóknaruppbyggin liðanna sem að þeir spila með hefst oft með markspyrnu frá þeim."

„Þeir eru einnig mjög góðir í því að verja. Brasilía er ekki í markmannsvandræðum, svo er víst," sagði Van der Sar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner