Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Arteta niðurbrotinn útaf meiðslum Martinelli
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, meiddist í upphitun í gær fyrir leik Arsenal og Newcastle í FA bikarnum.

Martinelli var tilturlega nýfarinn af stað aftur eftir meiðsli á hné sem héldu honum frá vellinum í um hálft ár.

Hann virtist festa takkana í grasinu á Emirates vellinum í gær og þannig meitt sig. Meiðsli litu illa út og enn á eftir að koma í ljós hvað nákvæmlega er að.

„Ég er niðurbrotinn. Ég var í skrifstofunni minni fyrir leikinn og einn af þjálfurunum kom og sagði mér að Gabriel hafi slasað sig, að hann hafi snúið upp á ökklann," sagði Arteta.

„Hann fann fyrir miklum sársauka og það er ekki gott. Við verðum að sjá til hvernig hann verður á næstu dögum. Vonandi munum við vita meira á mánudaginn."

Arsenal vann leikinn eftir framlengingu þar sem Smith-Rowe og Pierre Emerick-Aubameyang skoruðu mörkin fyrir Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner