Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 10. janúar 2021 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bróðir Özil birti merki Fenerbahce á Instagram
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um framtíð Mesut Özil sem á aðeins hálft ár eftir af ofursamningi sínum við Arsenal.

Özil gæti verið á förum í mánuðinum og hefur meðal annars verið orðaður við DC United í MLS deildinni og Fenerbahce í Tyrklandi. Bróðir Özil hefur bætt bensíni á eldinn með myndbirtingu á Instagram, þar sem hann birti merki Fenerbahce í 'story'.

Özil er 32 ára gamall og hefur ekki verið uppá sitt besta í nokkur ár en hann gæti fundið gleðina aftur í Tyrklandi. Hann og Recep Erdogan, umdeildur forseti Tyrklands, eru góðir félagar.

Özil er heimsþekktur í knattspyrnuheiminum eftir að hann lét ljós sitt skína með Real Madrid og þýska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner