sun 10. janúar 2021 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea, Man City og Leeds í bikarnum
Werner byrjar hjá Chelsea.
Werner byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
De Bruyne byrjar hjá Man City.
De Bruyne byrjar hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Það eru sex leikir að hefjast klukkan 13:30 í þriðju umferð enska FA-bikarsins.

Þrjú úrvalsdeildarfélög eru í eldlínunni og breyta þau öll byrjunarliðum sínum nokkuð mikið frá síðasta deildarleik.

Chelsea og Leeds mæta bæði liðum úr D-deild en Man City mætir Birmingham úr Championship-deildinni.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, gerir sex breytingar frá 3-1 tapinu gegn Man City en mætir samt sem áður með sterkt lið til leiks.

Pep Guardiola gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Chelsea, en frá síðasta leik liðsins sem var gegn Man Utd í undanúrslitum deildabikarsins, þá eru fimm breytingar á liðinu.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir sjö breytingar á liði sínu en byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Chelsea gegn Morecambe: Kepa; Azpilicueta, Zouma, Rudiger, Emerson; Mount, Gilmour, Havertz; Ziyech, Werner, Hudson-Odoi.

Byrjunarlið Man City gegn Birmingham: Steffen, Cancelo, Dias, Walker, Mendy, Rodrigo, Mahrez, De Bruyne, Foden, Bernardo, Jesus.

Byrjunarlið Leeds gegn Crawley: Casilla, Davis, Struijk, Cooper, Alioski, Phillips, Shackleton, Hernandez, Poveda, Costa, Rodrigo.

Þú getur skoðað hérna hvaða leikir eru í enska FA-bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner