Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 10. janúar 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil: Ekki tilbúinn að koma heim á þessum tímapunkti
Emil í leik með FH sumarið 2017.
Emil í leik með FH sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson er að kveðja félagið Sandefjord í Noregi eftir þriggja ára veru þar.

Emil telur að þetta sé rétti tímapunkturinn til að róa á önnur mið og er hann í leit að öðru félagi. Hann stefnir á að vera áfram úti í atvinnumennsku.

„Ég held að það sé kominn tími á að prófa eitthvað nýtt," sagði Emil í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. „Þjálfarinn er að hætta og það eru mikið af breytingum á liðinu; það eru 12 eða 13 leikmenn að renna út á samningi og stærstur hluti þeirra ætlar ekki að vera áfram. Mér leist ekki 100 prósent á það sem var að gerast hérna þannig að ég hugsaði að það væri tími fyrir mig að prófa eitthvað nýtt."

„Það er allt opið eins og staðan er núna, ég er ekki að loka á neitt en hugurinn er alltaf úti. Ég tel mig eiga fullt erindi í að spila í Skandinavíu."

„Maður er að detta á besta aldur sem miðjumaður og mér líður ekki eins og ég sé tilbúinn að koma heim á þessu tímapunkti."

Emil, sem er 27 ára, er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík en spilaði með FH hér heima í meistaraflokki frá 2011 til 2017 áður en hann hélt út.
Útvarpsþátturinn - Óli Kristjáns, Emil og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner