banner
   sun 10. janúar 2021 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Sverrir kom PAOK yfir í góðum sigri
Mynd: Getty Images
Íslendingalið PAOK vann góðan sigur gegn Volos NFC í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var á skotskónum fyrir PAOK og hjálpaði hann liðinu að snúa leiknum. Volos tók nefnilega forystuna á 11. mínútu, en staðan var 1-1 í hálfleik.

Um miðbik seinni hálfleiks, á 66. mínútu, skoraði Sverrir Ingi og kom PAOK í 2-1. Þetta er hans annað deildarmark á tímabilinu.

PAOK vann leikinn að lokum 3-1 og er liðið í þriðja sæti með 31 stig, tíu stigum frá toppliði Olympiakos.

Sverrir Ingi er 27 ára gamall og á að baki 36 A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner