Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. janúar 2021 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neitar að fagnið hafi verið pólitískt
Cenk Tosun.
Cenk Tosun.
Mynd: Getty Images
Tyrkneski sóknarmaðurinn Cenk Tosun var á skotskónum í gær þegar Everton marði sigur á Rotherham í framlengdum leik í FA-bikarnum á Englandi.

Tosun virtist skora sigurmarkið á þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af. Tosun fagnaði því marki og fagnið vakti umræðu.

Hann notaði vinstri hendi sína til að gera merki sem er notað af Gráu úlfunum, sem eru í raun vopnaður armur fasíska stjórnmálaflokksins MHP.

Samkvæmt staðarmiðlinum Liverpool Echo þá sagðist Cenk Tosun ekki hafa gert merkið eða vitað um hópinn. Hann hafi einungis verið að benda til himins.

Árið 2019 fengu Tosun og félagar hans í tyrkneska landsliðinu gagnrýni fagn sitt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner