Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. janúar 2021 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo jafnaði markamet Josef Bican
Cristiano Ronaldo er ein helsta markavél knattspyrnusögunnar.
Cristiano Ronaldo er ein helsta markavél knattspyrnusögunnar.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði þriðja og síðasta mark Juventus í 3-1 sigri gegn Sassuolo í ítalska boltanum í kvöld.

Það var hans 759. mark í keppnisleikjum og er hann þar með búinn að jafna markamet Josef Bican. Tékkinn Bican, sem lést 2001, raðaði inn mörkunum með Slavia Prag fyrir seinni heimsstyrjöldina og skoraði í heildina 759 mörk fyrir félög sín og landslið.

Ronaldo verður 36 ára í febrúar og virðist enn eiga nóg eftir í tankinum og mun vafalítið fara yfir 800 mörk á ferlinum. Lionel Messi er kominn yfir 700 mörk og verður áhugavert að sjá hvor endar með fleiri mörk skoruð þegar báðir hafa lagt skóna á hilluna. Messi verður 34 ára í júní.

Ronaldo er búinn að skora 19 mörk í 17 leikjum með Juventus það sem af er tímabils, og leggja tvö upp.

Athugið að óljóst er hversu mörg mörk Bican skoraði í keppnisleikjum. Flestir telja þau vera 759 talsins þó aðrir telji mörkin jafnvel vera yfir 800 í heildina.

Sjáðu markið


Athugasemdir
banner
banner