Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Thelma Lóa áfram í KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Thelma Lóa Hermannsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR.

Thelma er uppalin hjá Fylki og hefur hún spilað 61 leik í meistaraflokki. KR hafnaði í neðsta sæti í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili og því mun Thelma taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Thelma þótti standa sig vel með KR á síðasta tímabili og því eru það góðar fréttir að hún hafi ákveðið að framlengja samning sinn.

„Thelma Lóa Hermannsdóttir leikmaður KR í knattspyrnu hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hún kom til KR frá uppeldisfélaginu sínu, Fylki fyrir síðasta tímabil. Thelma Lóa er sem er 21 árs gömul á að baki 61 leiki í meistaraflokki og þar af 42 leiki í efstu deild og hefur leikið með yngri
landsliðum. Hún kom mjög sterk inn í KR-liðið og var einn af lykilleikmönnum á nýliðnu tímabili. Það er því sérstaklega ánægjulegt að Thelma Lóa hafi ákveðið að semja á ný við félagið og taki þátt í þeirri vegferð að koma KR-liðinu á ný á meðal þeirra allra bestu,"
kemur fram á Facebook síðu KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner