Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. janúar 2021 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð ónotaður varamaður í tapi gegn Stuttgart
Alfreð og Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, ræða saman.
Alfreð og Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, ræða saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augsburg 1 - 4 Stuttgart
0-1 Nicolas Gonzalez ('10 , víti)
0-2 Silas Wamangituka ('29 )
1-2 Marco Richter ('46 )
1-3 Gonzalo Castro ('61 )
1-4 Daniel Didavi ('86 )
Rautt spjald: Marco Richter, Augsburg ('76)

Alfreð Finnbogason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Augsburg tapaði fyrir Stuttgart á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslendingaliðið því Stuttgart tók forystuna á tíundu mínútu með marki úr vítaspyrnu. Eftir tæplega hálftíma varð staðan 2-0 og þannig var hún í hálfleik.

Á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins minnkaði Marco Richter muninn fyrir Augsburg en lengra komust heimamenn ekki. Gonzalo Castro gerði þriðja mark Stuttgart eftir rúmlega klukkutíma leik og Richter, markaskorari Augsburg, fékk svo að líta tvö gul spjöld og þar með rautt. Stuttgart bætti við fjórða markinu áður en yfir lauk og lokatölur því 4-1.

Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hann var allan tímann á bekknum. Augsburg er í 11. sæti Bundesligunnar og Stuttgart í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner