Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. janúar 2022 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Aston Villa: Ronaldo ekki í hóp
Ronaldo er ekki með í kvöld.
Ronaldo er ekki með í kvöld.
Mynd: EPA
Það er ansi áhugaverður leikur í FA-bikarnum á þessu mánudagskvöldi. Liverpool goðsögnin Steven Gerrard fer með sína drengi í Aston Villa á Old Trafford þar sem þeir munu spila gegn Manchester United.

Það hefur ekki verið sérstaklega jákvætt andrúmsloft í kringum Man Utd upp á síðkastið og er óánægjan sögð mikil í leikmannahópnum.

Cristiano Ronaldo er ekki alveg nægilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá liðinu og er hann sagður íhuga framtíð sína. Hann er ekki með United í kvöld.

Ralf Rangnick er annars ekki að hvíla mikið; hann byrjar með leikmenn sem hafa spilað mikið á tímabilinu. Harry Maguire er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og þá er enginn Dean Henderson í hóp. Markvörðurinn er sagður vilja komast frá Man Utd.

Aston Villa byrjar líka með sterkt lið og verður hart barist á Old Trafford um sæti í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Sigurliðið spilar við Middlesbrough í næstu umferð.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelof, Varane, Shaw, McTominay, Fred, Greenwood, Fernandes, Rashford, Cavani.
(Varamenn: Heaton, Telles, Wan-Bissaka, Diallo, Lingard, Mata, Matic, Van de Beek, Elanga)

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Targett, McGinn, Luiz, Ramsey, Buendia, Ings, Watkins.
(Varamenn: Steer, Sinisalo, Hause, Sanson, Iroegbunam, Chukwuemeka, Philogene-Bidace, El Ghazi, Archer)
Athugasemdir
banner