Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. janúar 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingur í þjálfarateymi AIK
Pálmar mun starfa fyrir AIK sem er í sænsku úrvalsdeildinni.
Pálmar mun starfa fyrir AIK sem er í sænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK hefur tilkynnt um það að Íslendingur hafi bæst við í þjálfarateymi félagsins.

Hann heitir Pálmar Hreinsson og starfar sem styrktarþjálfari. Pálmar spilaði hér á landi fótbolta með Sindra, Val, Aftureldingu og HK. Hann lék síðast leik hér á landi með HK í 1. deildinni árið 2005.

Hann hefur undanfarið starfað fyrir félög í Svíþjóð á borð við Djurgården og Brommapojkarna. Núna er hann mættur til AIK, sem er eitt stærsta félagið í Svíþjóð.

„Pálmar er öflugur styrktarþjálfari með mikla reynslu úr þessu umhverfi. Hann mun leiða líkamlega þjálfun leikmanna í samráði við þjálfara og læknateymið," segir Henrik Jurelius, yfirmaður knattspyrnumála hjá AIK.

„Það er mjög gaman að skrifa undir hjá AIK. Ég er þakklátur að fá tækifærið að vinna hjá svona stóru félagi með hæfileikaríkum leikmönnum," segir Pálmar.

Pálmar verður ekki eini Íslendingurinn sem mun starfa fyrir stórt félag í Svíþjóð á þessu ári. Magni Fannberg er þróunarstjóri hjá AIK og Milos Milojevic var nýverið ráðinn þjálfari Malmö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner