Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 10:55
Elvar Geir Magnússon
PSG bjargaði jafntefli gegn Lyon og er með ellefu stiga forystu
 Thilo Kehrer bjargaði stigi.
Thilo Kehrer bjargaði stigi.
Mynd: EPA
Paris St-Germain lenti undir gegn Lyon og náði að bjarga 1-1 jafntefli úr viðureign liðanna í frönsku deildinni í gær. PSG er með ellefu stiga forystu í deildinni.

Lionel Messi er búinn að jafna sig eftir Covid en var þó fjarverandi í leiknum í gær þar sem hann var í Argentínu þar til hann varð laus við veiruna. Þá er Neymar á meiðslalistanum en hann verður væntanlega frá næstu þrjár vikur vegna ökklameiðsla.

Lucas Paqueta kom Lyon yfir á 7. mínútu en á 76. mínútu náði varamaðurinn Thilo Kehrer að jafna.

PSG er á toppnum með 47 stig, ellefu stigum á undan Nice og Marseille.
Athugasemdir
banner
banner
banner