mán 10. janúar 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Næst yngstur til að skora fyrir Liverpool
Kaide Gordon fagnar markinu.
Kaide Gordon fagnar markinu.
Mynd: EPA
Kaide Gordon jafnaði fyrir Liverpool í bikarleiknum gegn Shrewsbury og varð þar með næst yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi. Þessi 17 ára leikmaður var að spila sinn annan aðalliðsleik.

Þrátt fyrir smá hikst í byrjun vann Liverpool á endanum sannfærandi 4-1 sigur.

„Þetta var snilldarmark frá Kaide Gordon. Hann var svo einbeittur og yfirvegaður. Hans helsti styrkleiki er að klára færin. Allt hrós á akademíuna okkar sem framleiðir þessa stráka, ungu leikmennirnir stóðu sig vel," sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool eftir leikinn.

Gordon skoraði markið 17 ára og 96 daga gamall. Yngsti markaskorari í sögu Liverpool er Ben Woodburn (17 ára, 45 daga) sem skoraði gegn Leeds 2016. Woodburn er nú 22 ára og er á lánu hjá Hearts, hann hefur ekki spilað fyrir aðallið Liverpool síðan 2018.



Liverpool 4 - 1 Shrewsbury
0-1 Daniel Udoh ('27 )
1-1 Kaide Gordon ('34 )
2-1 Fabinho ('44 , víti)
3-1 Roberto Firmino ('78 )
4-1 Fabinho ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner