Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. janúar 2022 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Elche með stórgóðan útisigur í Katalóníu
Flottur sigur hjá Elche.
Flottur sigur hjá Elche.
Mynd: EPA
Espanyol 1 - 2 Elche
0-1 Pere Milla ('6 )
0-2 Pere Milla ('14 )
1-2 Raul De Tomas ('45 , víti)

Elche vann sterkan sigur gegn Espanyol í eina leik kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Kantmaðurinn Pere Milla var öflugur í liði Elche og skoraði tvisvar snemma leiks; eftir stundarfjórðung var staðan 0-2 fyrir gestina í Elche og Milla með bæði mörkin.

Espanyol fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og fór Raul De Tomas á vítapunktinn. Hann skoraði og minnkaði muninn á besta tíma.

Espanyol náði hins vegar ekki að fylgja þessu nægilega vel eftir í seinni hálfleik og Elche náði að halda út, lokatölur 1-2.

Elche kemst upp úr fallsæti með þessum sigri og er núna í 16. sæti. Espanyol situr í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner