banner
   mán 10. janúar 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er greinilega kominn 1. apríl"
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, segir ekkert til í því að hann sé að reyna að komast til Barcelona.

Fernandes hefur verið í algjöru lykihlutverki hjá Man Utd frá því hann kom til félagsins frá Sporting Lissabon í janúar 2020. Yfirstandandi tímabils hefur hins vegar ekki alveg verið það besta hjá honum.

SPORT TV, fjölmiðill í Portúgal, sagði frá því á dögunum að Fernandes væri ósáttur hjá Man Utd og að umboðsmenn hans væru að reyna að koma leikmanninum til Barcelona.

Fernandes segir hins vegar ekkert til í þessu. Hann svaraði þessum tíðindum á Instagram.

„Ég hélt að nýja árið væri rétt að byrja, en það er greinilega kominn 1. apríl! Eða þá að þetta er léleg fréttamennskan enn eina ferðina," sagði Fernandes á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner