mán 10. janúar 2022 11:40
Elvar Geir Magnússon
Umtiti lækkar í launum og Barcelona getur skráð Ferran Torres
Ferran Torres er orðinn löglegur með Barcelona.
Ferran Torres er orðinn löglegur með Barcelona.
Mynd: EPA
Barcelona hefur loks getað skráð Ferran Torres, sem félagið keypti frá Manchester City nýlega. Vegna fjárhagsreglna þurfti katalónska félagið að lækka launakostnað sinn til að Torres fengi leikheimild.

Varnarmaðurinn Samuel Umtiti samþykkti að taka á sig launalækkun og hefur skrifað undir samning til 2026. Með þessari launalækkun getur Barcelona því skráð Torres.

Þessar fréttir koma að mörgu leyti á óvart en Umtiti hefur oft verið orðaður við brottför frá Barcelona. Hann hefur verið á himinháum launum en oft á meiðslalistanum.

Umtiti hefur fengið talsverða gagnrýni frá stuðningsmönnum Barcelona en hann ætlar að snúa stöðunni við á Nývangi.

Ferran Torres er 21 árs sóknarleikmaður og á að hjálpa Barcelona að klifra upp töfluna í La Liga en liðið er sem stendur í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner