mán 10. janúar 2022 11:10
Elvar Geir Magnússon
Vill að fækkað verði í 18 lið í ensku úrvalsdeildinni
Norwich er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
Norwich er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Mynd: Chateau
Ian Ladyman, íþróttafréttmaður Daily Mail, segir að best væri fyrir ensku úrvalsdeildina að fækka liðum úr 20 í 18.

„Gæðin í efri hlutanum eru mögnuð en á botninum eru þau rotin. Fótboltinn þar ser rusl og hefur verið í áratug. Gæðin í botninum réttlæta ekki 20 liða deild. Eina ástæðan fyrir því að breyta ekki eru peninga," segir Ladyman.

„Síðan tímabilið 2011-12 hafa liðin í neðsta sæti náð í 24 stig að meðaltalis. Aðeins einu sinni á því tímabili hefur botnlið náð í yfir 30 stig, það var West Brom sem fékk 31 stgi fyrir fjórum tímabilum."

„Á síðasta tímabili féll Sheffield United með 23 stig. Árið áður fékk Norwich bara 21 stig. Fyrir það náði Huddersfield í 16. Á þessu tímabili? Norwich, gólfið er ykkar enn og aftur!"

„Mynstrið er augljóst og rökin gegn því að fara í 18 liða úrvalsdeild halda ekki vatni. Það eru samverkandi þættir sem skipa þetta ástand. Einn af þeim eru fallhlífargreiðslurnar sem félögin sem falla fá, liðin sem koma upp úr Championship-deildinni vita að fall eru engin endalok. Peningarnir sem félagið fá gefa þeim forskot í að reyna að komast upp. Þess vegna eru lið eins og Fulham, Norwich og West Brom 'jójó' félög."

Ladyman segir að forráðamenn hjá stærstu félögunum sjái margir fyrir sér að með tímanum verði fækkað í deildinni niður í átján. Hann sjálfur á þó erfitt með að sjá það gerast meðan reglurnar eru þær að 14 af 20 félögum þurfa að gefa samþykki.

„Átján liða deild myndi gefa meira svigrúm í keppnisdagatalinu. Það er of þéttskipað og of brothætt. Ef eitthvað kemur fyrir, eins og við höfum séð á Covid tímanum, þá hefur þétting áhrif á allar keppnir," segir Ladyman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner