Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. febrúar 2019 10:00
Arnar Helgi Magnússon
Bjöggi Stef: Þykir vænt um þetta og vill gefa til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson, framherji KR, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í gær.

Þar ræddi hann við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson. Umræðuefnið var meðal annars lífið hjá KR, sturlað form, agabannið í fyrra og vandræði á Instagram.

KR setti Björgvin í agabann síðasta sumar vegna misnotkunar á róandi lyfjum. KR steig fram og lýsti því yfir að félagið myndi styðja Björgvin og hjálpa leikmanninum að ná bata. Einnig bað félagið fjölmiðla um að gefa Björgvini svigrúm í bataferlinu.

„Hvernig KR tæklaði þetta er eitthvað sem að ég hefði ekki getað ímyndað mér. Það voru ekki bara Rúnar, Bjarni og Kristján, maður fann fyrir stuðning frá öllum í kringum klúbbinn," segir Björgvin.

„Maður fann bara fyrir kærlega og jákvæðri orku. Ég átti ekkert inni hjá klúbbnum í rauninni, en bara hvernig þeir komu fram við mann er eitthvað sem að maður kann virkilega að meta fyrir lífstíð."

Björgvin segist finna fyrir því að hann standi í þakkarskuld við félagið.

„Já alveg bara 100%. Maður varð svo mikill KR-ingur fyrir vikið. Manni þykir vænt um þetta og vill geta gefið til baka."

Spjallið við Björgvin í útvarpsþættinum í gær má hlusta á með því að smella hér. Björgvin mætir í stúdíóið þegar 22 mínútur eru búnar af klippunni.
Athugasemdir
banner
banner