Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. febrúar 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man City og Chelsea: Aguero fær aðra tíu
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero átti annan fullkominn leik er Manchester City valtaði yfir Chelsea í enska boltanum fyrr í dag.

Aguero skoraði þrennu og fékk 10 í einkunnagjöf Sky Sports, rétt eins og gegn Arsenal um síðustu helgi.

Raheem Sterling var sérstaklega kvikur á kantinum og skoraði tvennu. Hann var næstbestur á vellinum með 9 í einkunn en enginn byrjunarliðsmaður hjá Man City fékk undir 7.

Það segir allt sem segja þarf um frammistöðu Chelsea að bestu menn liðsins voru Kepa Arrizabalaga og Gonzalo Higuain, sem fengu báðir 5 í einkunn. Restin af byrjunarliðinu fékk 4.

Þetta var svo stórt tap hjá Chelsea að liðið féll niður um sæti og er núna í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar á markatölu, eftir Arsenal sem er í fimmta sæti.

Man City: Ederson (7), Walker (7), Stones (7), Laporte (7), Zinchenko (8), De Bruyne (7), Fernandinho (8), Gundogan (8), B Silva (8), Sterling (9), Aguero (10)
Varamenn: Jesus (6), Mahrez (6), D Silva (7)

Chelsea: Kepa (5), Azpilicueta (4), Rudiger (4), Luiz (4), Alonso (4), Kante (4), Jorginho (4), Barkley (4), Pedro (4), Higuain (5), Hazard (4)
Varamenn: Kovacic (5), Loftus-Cheek (5), Emerson (5)
Athugasemdir
banner
banner