Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
England: Stærsta tap Chelsea í 27 ár kom gegn Man City
Þvílíkur leikmaður.
Þvílíkur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Manchester City 6 - 0 Chelsea
1-0 Raheem Sterling ('4)
2-0 Sergio Aguero ('13)
3-0 Sergio Aguero ('19)
4-0 Ilkay Gundogan ('25)
5-0 Sergio Aguero ('56, víti)
6-0 Raheem Sterling ('80)

Englandsmeistarar Manchester City halda pressunni á Liverpool í ensku titilbaráttunni og sendu þeir sterk skilaboð er Chelsea mætti á Etihad leikvanginn í dag.

Heimamenn í Manchester gjörsamlega léku sér að gestunum og voru komnir í fjögurra marka forystu á fyrsta hálftímanum. Varnarleikur Chelsea var vægast sagt vandræðalegur en markamunurinn hefði hæglega getað verið meiri.

Lærisveinar Maurizio Sarri reyndu að bregðast við og fengu sinn skerf af færum en þetta var alltof auðvelt fyrir Man City sem virtist líklegt til að skora úr hverri einustu sókn.

Raheem Sterling skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur þegar vörn Chelsea sofnaði á verðinum. Sergio Agüero klúðraði fyrir framan opið mark áður en hann tvöfaldaði forystuna með glæsilegu langskoti. Aguero gerði svo þriðja markið áður en Ilkay Gundogan skoraði og staðan 4-0 í hálfleik.

Heimamenn tóku enn meiri völd á leiknum í síðari hálfleik. Aguero fullkomnaði þrennuna sína með marki úr vítaspyrnu áður en Sterling gerði sjötta og síðasta mark leiksins.

Man City er því komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar á markatölu, en Liverpool er í öðru sæti og á leik til góða gegn Manchester United 24. febrúar.

Chelsea dettur niður í sjötta sæti með tapinu og er þar jafnt Arsenal á stigum, einu stigi eftir Manchester United sem er í Meistaradeildarsæti.

Þetta var stærsta tap Chelsea í efstu deild enska boltans síðan liðið tapaði 7-0 fyrir Nottingham Forest árið 1991.
Athugasemdir
banner
banner