Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola vonar að Sarri fái meiri tíma hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var stoltur af sínum mönnum eftir 6-0 sigur Manchester City gegn Chelsea í dag.

Man City endurheimti toppsæti deildarinnar þar sem liðið er jafnt Liverpool á stigum en með betri markatölu. Liverpool á þó leik til góða gegn Manchester United 24. febrúar.

„Það er ekkert til sem heitir pressa. Eina sem við getum gert er að gera okkar besta og spila sem lið. Ef við vinnum ekki þá reynum við aftur á næsta tímabili, eina sem ég krefst er að leikmennirnir geri sitt besta," sagði Pep að leikslokum þegar hann var spurður um pressuna í titilbaráttunni.

„Við vorum heppnir að skora þrjú mörk úr fjórum færum í byrjun. Chelsea er með gott lið sem spilar frábæran bolta og þess vegna er ég sérstaklega ánægður í dag, líka því við unnum Arsenal og Everton í sömu viku. Ég er ótrúlega stoltur.

„Við erum á toppnum eins og er en við megum ekki gleyma því að Liverpool á leik til góða á Old Trafford."


Pep var spurður út í atvik sem gerðist eftir lokaflautið í dag þegar hann reyndi að taka í hönd Maurizio Sarri sem strunsaði framhjá honum.

„Ég talaði við Gianfranco Zola og hann útskýrði þetta fyrir mér. Maurizio sá mig ekki, við eigum í mjög góðu sambandi.

„Ég vona að hann fái meiri tíma hjá Chelsea því hann er með frábærar hugmyndir. Ég kom til Man City því stjórnin trúði á mig og minn leikstíl."

Athugasemdir
banner
banner
banner