banner
   sun 10. febrúar 2019 16:02
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Lífsnauðsynlegur sigur Frosinone
Daniel Ciofani tryggði Frosinone sigurinn
Daniel Ciofani tryggði Frosinone sigurinn
Mynd: Getty Images
Ola Aina
Ola Aina
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum er nú lokið í ítölsku A-deildinni en tveir leikir eru á dagkrá í deildinni síðar í kvöld.

Í hádeginu mættust Bologna og Genoa en sá leikur endaði jafntefli, 1-1. Stigið gerir afskaplega lítið fyrir Bologna sem er í harðri fallbaráttu. Bologna komst yfir í leiknum en Lukas Lerager jafnaði fyrir Genoa áður en að fyrri hálfleik lauk.

Sampdoria fékk Frosinone í heimsókn og fyrir leikinn var búist við þægilegum sigri heimamanna. Annað kom á daginn en Frosinone fór með sigur af hólmi en Daniel Ciofani skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu.

Afar mikilvægur sigur fyrir Frosinone sem að berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Atlanta og SPAL mættust en Atlanta freistar þess að ná Evrópudeildarsæti. SPAL komst yfir á 8. mínútu leiksins en Josip Iličić jafnaði leikinn eftir rúmar tíu mínútur af síðari hálfleik.

Sigurmarkið skoraði Duván Zapata á 79. mínútu leiksins og hann tryggði Atlanta öll stigin þrjú.

Torino vann síðan góðan heimasigur á Udinese en það var Ola Aina, lánsmaður frá Chelsea, sem að skoraði eina mark leiksins.

Sampdoria 0 - 1 Frosinone
0-1 Daniel Ciofani ('25 )

Bologna 1 - 1 Genoa
1-0 Mattia Destro ('17 )
1-1 Lukas Lerager ('33 )

Atalanta 2 - 1 Spal
0-1 Andrea Petagna ('8 )
1-1 Josip Ilicic ('57 )
2-1 Duvan Zapata ('79 )

Torino 1 - 0 Udinese
1-0 Ola Aina ('31 )
1-0 Rodrigo De Paul ('75 , Misnotað víti)
1-1 Stefano Okaka Chuka ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner