Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. febrúar 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paragvæ vann Copa America fyrir dverga
Knattspyrnuiðkun dverga hefur aldrei notið jafn mikils stuðnings og nú.
Knattspyrnuiðkun dverga hefur aldrei notið jafn mikils stuðnings og nú.
Mynd: YouTube
Suður-Ameríkubikarinn fyrir dverga var haldinn í fyrsta sinn í sögunni og stóð Paragvæ uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik gegn Argentínu. Lionel Messi er einn af mörgum heimsþekktum knattspyrnumönnum sem hefur talað um mikilvægi mótsins, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.

Það eru þó ekki allir sem sjá mikilvægi mótsins og hefur mikið grín verið gert af þátttakendum í gegnum tíðina,

„Sumir halda að dvergar séu til svo annað fólk geti gert grín af þeim. Sumir halda að við eigum bara heima í sirkús, það er mjög sorglegt," sagði Vinicius Rocha sem var einn af bestu mönnum mótsins og átti lykilþátt í að tryggja Brasilíu bronsverðlaunin.

„Þetta var draumur að rætast fyrir mig. Ég hef alltaf verið hæfileikaríkur í fótbolta og sem barn dreymdi mig um atvinnumennsku en foreldrar mínir héldu mér á jörðinni. Tilfinningin sem fylgdi því að ná þessum bronsverðlaunum er ólýsanleg."


Athugasemdir
banner
banner