Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. febrúar 2019 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir skoraði átta gegn Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveimur leikjum er lokið í Reykjavíkurmóti kvenna í dag þar sem Fylkir gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk gegn Fjölni.

Leikmenn Fylkis skiptu mörkunum systurlega á milli sín þar sem enginn skoraði tvennu. Marija Radojicic er þó helsta ástæðan fyrir góðri byrjun Árbæinga þar sem hún lagði fyrstu tvö mörk leiksins upp og skoraði það þriðja sjálf.

Fylkir lýkur riðlakeppni Reykjavíkurmótsins í öðru sæti eftir Val, sem er með markatöluna 32:1 eftir fjóra leiki. Fjölnir lýkur keppni með fjögur stig eftir fimm leiki.

Þróttur R. hafði þá betur gegn HK/Víkingi eftir markalausan fyrri hálfleik. Katla Ýr Sebastiansdóttir Peters og Linda Líf Boama gerðu mörk Þróttara áður en Fatma Kara minnkaði muninn.

Þróttur endar því í þriðja sæti með sex stig en HK/Víkingur endar með fjögur stig.

HK/Víkingur 1 - 2 Þróttur R.
0-1 Katla Ýr Sebastiansdóttir Peters ('48)
0-2 Linda Líf Boama ('59)
1-2 Fatma Kara ('70)

Fylkir 8 - 1 Fjölnir
1-0 Hulda Sigurðardóttir ('3)
2-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('22)
3-0 Marija Radojicic ('32)
4-0 Catarina Martins Sousa Lima ('37)
5-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('60, víti)
6-0 Jenný Rebekka Jónsdóttir ('65)
7-0 Elvý Rut Búadóttir ('68, sjálfsmark)
7-1 María Eir Magnúsdóttir ('81)
8-1 Kristjana Ýr Þráinsdóttir ('88, sjálfsmark)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner