Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. febrúar 2019 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Sarri: Ekki sama staða og í desember
Mynd: Getty Images
Manchester City tekur á móti Chelsea í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Flautað verður til leiks á Etihad vellinum í Manchester klukkan 16:00 í dag.

Chelsea vann fyrri leik liðanna í deildinni í desember en lokatölurnar í þeim leik urðu 2-0, David Luiz og N'Golo Kante með mörk Chelsea í leiknum.

Eden Hazard byrjaði sem fremsti maður Chelsea í þeim leik og spilaði sem "fölsk nía". Sarri segir að staðan sé öðruvísi í dag eftir að Higuain er kominn.

„Aðstæðurnar eru öðruvísi. Við erum komnir með annan framherja svo að ég þarf að ákveða hvað við gerum. Það gæti vel verið að yrði sama upplegg og í fyrri leiknum, fölsk nía" sagði Sarri fyrir leikinn.

„Þetta er ákvörðun sem að ég þarf að taka. Ég veit að Guardiola vill að sitt lið haldi boltanum. Þeir eru með einstaklinga sem að gera það vel svo að við þurfum að bregðast við því."

„Við erum líka vanir því að halda boltanum en ég býst við því að það verði ekki þannig á sunnudag (í dag)."

„Þeir eru með bestu miðju í heimi í dag svo að þetta verður snúið verkefni fyrir okkur ef ég tek þá ákvörðun um það að við ætlum að halda boltanum og láta City ekki vera með boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner