Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. febrúar 2019 14:25
Arnar Helgi Magnússon
Sky: Scholes kynntur sem stjóri Oldham á morgun
Mynd: Getty Images
Breskir fjölmiðlar halda því fram að Paul Scholes verði kynntur sem stjóri D-deildar liðsins Oldham á morgun.

Hinn 44 ára gamli Scholes hefur átt í viðræðum við Oldham síðustu vikurnar en það hefur þó ekki bara verið undir honum komið að hann fái starfið.

Scholes var stuðningsmaður Oldham í æsku, en það var líka rætt við hann um stjórastarfið þar í október 2017. Þá fékk hann ekki starfið.

Oldham spilar í ensku D-deildinni en liðið siglir lygnan sjó í 14. sæti deildarinnar.

Scholes er 44 ára. Hann vann 11 Englandsmeistaratitla, þrjá FA-bikara og tvo Meistaradeildartitla sem leikmaður Manchester United. Scholes hefur lítið þjálfað síðan hann hætti að spila, en hann var um stutt skeið í þjálfaraliði Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner