sun 10. febrúar 2019 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dusseldorf skellti Stuttgart
Mynd: Getty Images
Fortuna Dusseldorf 3 - 0 Stuttgart
1-0 Kenan Karaman ('34 )
2-0 Oliver Fink ('49 )
3-0 Benito Raman ('85 )
Rautt spjald:Nicolas Gonzalez, Stuttgart ('90)

Nýliðar Fortuna Düsseldorf ætla ekki að taka þátt í þýsku fallbaráttunni í ár og sendu skýr skilaboð þess efnis er Stuttgart kíkti í heimsókn í dag.

Heimamenn í Dusseldorf voru mun betri í fyrri hálfleik og óheppnir að vera aðeins einu marki yfir. Oliver Fink skoraði í upphafi síðari hálfleik og bökkuðu heimamenn í kjölfarið með liðið sitt til að verja forystuna.

Gestunum frá Stuttgart gekk illa að finna glufur á vörn Dusseldorf sem innsiglaði sigurinn á 85. mínútu með marki frá Benito Raman.

Nicolas Gonzalez, sóknarmaður Stuttgart, fékk beint rautt spjald fyrir að kýla andstæðing sinn á lokamínútum leiksins.

Dusseldorf er komið tíu stigum yfir Stuttgart eftir sigurinn, en Stuttgart er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner