Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. febrúar 2019 10:58
Arnar Helgi Magnússon
Viktor Helgi farinn frá ÍA - Vill fá meiri spiltíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Helgi Benediktsson mun ekki leika með ÍA í sumar en hann rifti samning sínum við félagið í síðustu viku. Þetta staðfesti Viktor í samtali við Fótbolta.net

Viktor Helgi lék átján leiki með ÍA á síðasta tímabili en sumarið áður lék hann lykilhlutverk í liði HK í Inkasso-deildinni.

„Ég og Jói Kalli ræddum saman í janúar og ég tjáði honum það að ég hafi aldrei verið í betra formi og hafi aldrei verið að spila eins góðan fótbolta og akkúrat núna og þyrfti að fá að vita hvernig hann væri að sjá fyrir sér spilatíma minn í sumar."

„Eftir pínu umræður þá urðum við sammála með það að til þess að bæta mig enn frekar sem leikmaður og til þess að koma mér á blað hjá þjálfurum U21 árs landsliðsins þá þyrfti ég að spila eins mikið og möguleiki er og það var ekki staðan hjá ÍA."

„Fékk ég þar með leyfi í kjölfarið frá ÍA til að fara og endaði það með því að við riftum samningnum í sameiningu í seinustu viku."

Viktor segir að nokkrir frábærir möguleikar séu strax komnir á borðið.

„Maður er bara að fara að skoða framhaldið með opnum hug og hoppa svo á þann kost sem að ég tel henta mér best. Fjölmargir frábærir möguleikar nú þegar uppá borðinu en alls ekkert orðið staðfest í þessu."

„Ég skil sáttur við ÍA. Ég þakka þeim virkilega fyrir minn tíma og virði það ekkert smá að þeir leyfi mér að gera það sem ég þarf til ég fái að spila og ná markmiðum mínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner