Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. febrúar 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Aron Jóhanns: Aldrei of seint að biðja um hjálp
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
„Ég segi sögu mína því ég vil að ungir leikmenn sem ganga í gegnum svipuð vandamál viti að það er í góðu lagi að biðja um hjálp," segir Aron Jóhannsson, framherji Hammarby, í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð.

Aron talar þar um andlega líðan sína í kringum meiðsli sem hann hefur verið að glíma við undanfarin ár. Aron segist ekki hafa nýtt sér hjálp frá sálfræðingi þegar hann var hjá Werder Bremen í Þýskalandi.

„Við vorum með sálfræðing hjá liðinu og alltaf þegar hann spurði mig sagðist ég vera í góðu lagi því ég vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki láta finna veikan blett á mér þegar ég þurfti nauðsynlega að fá hjálp. Þetta var algjörlega rangt hugarfar," sagði Aron.

Eftir félagaskipti til Hammarby í fyrra hefur Aron verið hjá sálfræðingum í Svíþjóð á Íslandi og hann segir að andleg líðan sé mun betri í dag.

„Ég hef lært það núna þegar ég er orðinn eldri að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Ég hefði örugglega höndlað þetta öðruvísi ef ég hefði fengið ráðleggingar frá einhverjum. Alltaf þegar ég meiddist á ökkla fór ég til sjúkraþjálfara og bað um hjálp en mér leið illa andlega, ég var þunglyndur og bað ekki um hjálp. Þess í stað geymdi ég þetta inn í mér. Á endanum varð þetta of mikið. Sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að ég ætti að tala við einhvern."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner