Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Ég þurfti ekki að segja mikið í hálfleik
Antonio Conte var sáttur með sína menn
Antonio Conte var sáttur með sína menn
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Inter á Ítalíu, hrósaði liðinu fyrir frábæra endurkomu í 4-2 sigrinum á Milan í gær.

Inter var 2-0 undir í hálfleik og virtist ekki eiga leið á að koma til baka en Marcelo Brozovic og Matias Vecino skoruðu báðir á þriggja mínútna kafla og Inter var komið inn í leikinn. Stefan de Vrij og Romelu Lukaku sáu svo til þess að sigla sigrinum heim.

„Ég þurfti ekki að segja mikið í hálfleik. Þegar þú ert í erfiðri aðstöðu þá þarf að taka ábyrgð og það var að mestu mér að kenna að við vorum 2-0 undir í hálfleik," sagði Conte.

„Það var mikil samheldni í liðinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og við náðum að laga stöðuna. Við þurfum að muna eftir þessu kvöldi því það mun hjálpa okkur sem lið í framtíðinni þegar við lendum í svipaðri stöðu," sagði Conte í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner