banner
   mán 10. febrúar 2020 14:18
Elvar Geir Magnússon
Engin mótframboð - Stjórn KSÍ helst óbreytt
Ragnhildur Skúladóttir verður áfram í stjórn KSÍ.
Ragnhildur Skúladóttir verður áfram í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 22. febrúar fer ársþing KSÍ fram í Ólafsvík. Tveggja ára kjörtímabili fjögurra einstaklinga í stjórninni lýkur á þinginu en þeir hafa allir boðið sig fram áfram.

Um er að ræða Gísla Gíslason (Akranesi), Inga Sigurðsson (Vestmannaeyjum), Ragnhildi Skúladóttur (Reykjavík) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ).

Engin mótframboð bárust og því ljóst að stjórn KSÍ mun haldast óbreytt.

Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2021):

Ásgeir Ásgeirsson, Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi
Magnús Gylfason, Hafnarfirði
Þorsteinn Gunnarsson, Mývatnssveit

Eins árs kjörtímabili þriggja varamanna í stjórn lýkur á 74. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk. Allir bjóða sig fram áfram og engin mótframboð bárust.

Þóroddur Hjaltalín, Akureyri
Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Árborg
Jóhann K. Torfason, Ísafirði

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 73. ársþingi KSÍ í febrúar 2019. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 75. ársþingi KSÍ árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner