Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. febrúar 2020 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Enska sambandið skoðar snappið hjá Dele Alli
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka myndband sem Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur, deildi á Snapchat á laugardag.

Enski landsliðsmaðurinn var á flugvelli í Dúbaí er hann tók myndbandið en hann var þar með grímu og sótthreinsandi handáburð til að koma í veg fyrir að smitast af kóróna-veirunni.

Því næst ákvað han að beina myndavélinni að asískum manni sem var á flugvellinum en hann sendi myndbandið sem var síðan lekið á samskiptamiðla.

Hann hefur beðist afsökunar á myndbandinu en sætir nú rannsókn frá enska knattspyrnusambandinu.

Það er möguleiki á því að hann fái eins leiks bann og sekt fyrir atvikið, líkt og Bernardo Silva fékk fyrir tíst um Benjamin Mendy á síðasta ári.
Athugasemdir
banner