Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. febrúar 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Eriksen: Andrúmsloft sem finnst ekki í enska boltanum
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Inter vann magnaðan endurkomusigur gegn AC Milan í ítölsku A-deildinni í gær.

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen, sem kom frá Tottenham í janúarglugganum, lék sinn fyrsta Derby della Madonnina leik.

„Þú finnur þetta andrúmsloft ekki í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var mögnuð reynsla," segir Eriksen.

Inter lenti 2-0 undir en vann 4-2 fyrir framan fullan San Siro leikvang, rúmlega 75 þúsund manns.

„Ég yfirgaf völlinn með stórt bros. Stuðningsmenn voru mættir með borða sem var yfir alla stúkuna fyrir aftan markið. Þetta sérðu ekki í enska boltanum. Maður finnur fyrir ástríðunni og skilur hversu stór leikur þetta er."

Eriksen kom af bekknum og var nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Inter en skot hans úr aukaspyrnu af löngu færi hafnaði í þverslánni.

„Stuðningsmenn Inter hafa tekið mér mjög vel og þeir eru ánægðir með að hafa mig. Það gerir mikið fyrir mig og ýtir mér í rétta átt. Þetta hefur verið frábært hingað til," segir Eriksen.
Athugasemdir
banner
banner