Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Frábær endurkoma Taarabt í Portúgal - Spilar aftarlega á miðjunni
Adel Taarabt.
Adel Taarabt.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Adel Taarabt hefur spilað frábærlega með Benfica í Portúgal á þessu tímabili. Hinn þrítugi Taarabt hefur blómstrað í nýju hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður eftir að hafa verið gleymdur í nokkur ár.

Taarabt var stórkostlegur þegar QPR fór upp úr Championship deildinni tímabilið 2010/2011 en þá spilaði hann í frjálsu hlutverki framarlega á miðjunni og skoraði og lagði upp mörk.

Eftir það fór að halla undan fæti hjá Taarabt en Marokkómaðurinn fór til Fulham og AC Milan á láni frá QPR áður en Benfica fékk hann í sínar raðir árið 2015.

Taarabt þótti of þungur og ekki nógu góður til að komast í aðalliðið hjá Benfica. Hann lék lengi með varaliði félagsins og fór til Genoa á Ítalíu á láni. Þar losaði hann sig við ellefu kíló og komst á ný í alvöru leikform.

Á þessu tímabili hefur Taarabt loksins náð að brjótast inn í lið Benfica og það í nýrri leikstöðu. Taarabt var ekki þekktur fyrir að taka mikinn þátt í varnarleiknum hjá QPR en þar var hann meira í að sýna tilþrif með boltann.

Benfica er á toppnum í portúgölsku deildinni og Taarabt er loksins að láta ljós sitt skína með liðinu, tæplega fimm árum eftir að hann skrifaði undir

Nánar má lesa um endurkomu Taarabt í grein The Guardian


Athugasemdir
banner